We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Í fr​á​hvarfi lj​ó​ss, myrkrið lifnar við

by Logn

/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.
    Purchasable with gift card

      name your price

     

1.
Minning úr fjarska dregin upp úr hyldýpi höfuðs. Krufning hugans. Án þess að hugsa þú lætur þinn her orða rigna. Örin gróa, framtíð verður að fortíð. Bölið fellur í óvit. Án vitundar safnar þú styrk fyrir afturkomu. En þú munt ei rísa á ný, ég stend kyrr. Hingað og ekki lengra. Þú vildir engan skaða. En þú gerðir það samt. hið verra mun hrörna, svo lengi sem ég lifi.
2.
Í yfirgefnum húsum, í brenndum rústum. Á svæðum yfirgefnum af manninum. Liggur eftir bleksvört slóð, svika og spillingar. Þar sem höfðum var dýft í skít og leyft að rotna. En ykkur stendur á sama. Því ykkar kalda blóð streymir vært gegnum æðar ykkar, Bakvið svart-hvíta lýsingu sjónvarpsskjánna.
3.
Vítishungur 00:51
Þrátt fyrir velsemd og ást. Helst umhverfið samt ávallt frosið. Þótt hjartað mitt hætti ekki að slá, virðast slættirnir tilheyra öðrum. Þegar næturhúmið ríkir og enginn er mér við hlið. Þá opnast dyrnar að víti, sem aðeins ætlaðar eru mér.
4.
Blóðormar 02:31
Ég harma mín opnu sár er blæðir ofan í óseðjandi greipar ástvina. Hin tifandi klukka er nú minn fastbundni taumur, minn grályndi draumur. endalaus tímaþröng, sem aldrei tekur enda. Er hver ósk þyngir mín skref, hvert ákvæði stingur mitt bak bíð ég eftir geðstillingu frá þeim vítiskvölum er éta fylli sína af holdi mínu og blóði.
5.
Eins og huglaus skepna skríður ógnin úr dvala. Hægum skrefum nálgast hún fjöldann. Þegar öll von er glötuð og lífsgleði flogin á brott Dagar verða aðeins til þess eins að telja niður, til dómsdags. Í fráhvarfi ljóss, myrkur lifnar við. Gjörðir óeirðamanna, upphaf þrots og hremmingar. Andlát gæfu og farsældar. Almúgi brennimerktur sekur.
6.
Endalaus óvissa, engin hjálp í nánd. Hvað varð um alla hlýju? Hvað varð um allt traust? Enginn veit en eitt er víst að ekkert verður heilt á ný. Landslag fyllt ösku, allt er málað svart. Gerviöryggi veitt undir brotnu skjóli. Dauðinn bankar en enginn svarar. En hann hefur lykilinn. Dyrnar opnast, allt verður hljótt.
7.
8.
Ryðguð vél, rotin, ónýt. Aðeins slitin eftirmynd, af fráfallinni fegurð frá gærdeginum. Eftir handriti þið leikið ykkar einfeldna leik, Ég sé í gegnum ykkur.
9.
Andvana liggur hræið. Hræ þess er ég taldi þig eitt sinn vera. Í djúpum svartnættis liggur hugur minn til þín. Á herðum þér heldur þú uppi samvisku þinni. Með grímu yfir grátbólgið andlit þitt. Afmyndast í leit að viðurkenningu. Orð fá ekki lýst fyrirlitningunni.
10.
Tornæmi 02:12
Með fölsku brosi þú dæmir, með Köldu stolti þú flæmir. Það liggur í loftinu. Þú ert blinduð af eigin hræðslu. traust þitt er bundið lögum, þín orð rituð í gull. Hversdagslíf uppmálað hræsni, loforð brotin og grafin. Samviskulaus þú sefur, með fortíð fulla af syndum. Hvenær munt þú skilja? Hvenær munt þú virða? Hvenær munt þú iðrast? Hvenær munt þú opna augun þín?
11.
Með hendur fyrir eyrum, ég horfi framhjá þeim voðaverkum sem munu eiga sér stað. Með fulla vitund, ég læt sem það sem þú sért sé einungis tálmynd. Engin miskun, engin takmörk. Aðeins sjálfhverf áform. Sem munu særa sakleysið sem sér ekki það bitra innan í þér. Þínar tennur munu skerða það ljúfa hold er skín fyrir þig. En þú sérð ekki ljómann. Reykurinn hefur blindað þig. Kæri vinur, drepstu.
12.
Illspá I 00:54
13.
Illspá II 05:20
Blóðspýja hvíslar að mér framtíð mína, orð hennar mynda hol djúpt í hjarta mér, ég er kvalinn ótta. Svört þoka myrkvar sýn mína, allt verður þögult. ég fell á hné. Ég er fangi í mínum eigin martröðum. Engin leið til baka, mín stefna er aðeins ein. Æðar mínar halda mér heljargreipum, eins og negldar á mig úr grófum spítum. Rist á mig handrit, endirinn er viss. Það eina sem stendur eftir er brotin spegilmynd af ferðalagi sem endar með tárum.

about

Myndband við lagið Blóðormar: // Video to the song Blóðormar:
vimeo.com/31449304

credits

released November 24, 2011

license

all rights reserved

tags

about

Logn Iceland

contact / help

Contact Logn

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Logn, you may also like: